Fyrrverandi stjóri Newcastle og West Ham látinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:30 Glenn Roeder átti langan feril í fótboltanum. getty/Laurence Griffiths Glenn Roeder, fyrrverandi knattspyrnustjóri Newcastle United og West Ham United, lést í gær, 65 ára að aldri. Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021 Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Roader, sem var vel spilandi miðvörður, lék lengst af með QPR og Newcastle og var fyrirliði beggja liða. Hann var í liði QPR sem komst í úrslit ensku bikarkeppninnar 1982 en tapaði fyrir Tottenham í endurteknum leik. Roader lék sjö leiki fyrir enska B-landsliðið. Þjálfaraferilinn hófst hjá Gillingham þar sem hann var spilandi þjálfari. Roeder stýrði svo Watford í þrjú ár (1993-96) og var svo í þjálfaraliði Glenns Hoddle með enska landsliðið. Roeder tók við West Ham 2001 og undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2001-02. Næsta tímabilið gekk ekki jafn vel og West Ham féll. Vorið 2003 greindist Roeder með heilaæxli og stýrði West Ham ekki í síðustu þremur leikjum tímabilsins. Hann var rekinn frá West Ham um haustið. We are deeply saddened to learn of the passing of our former manager Glenn Roeder at the age of 65. The thoughts of everyone at the Club are with Glenn s family and friends.Rest in peace, Glenn pic.twitter.com/hmlnzYkWtI— West Ham United (@WestHam) February 28, 2021 Roeder stýrði Newcastle á árunum 2006-07 og undir hans stjórn vann liðið InterToto bikarinn 2006. We are deeply saddened to learn of the passing of our former player and manager, Glenn Roeder at the age of 65.The thoughts of everybody at #NUFC are with his family and friends. Rest in peace, Glenn. pic.twitter.com/Oo8JWIOhao— Newcastle United FC (@NUFC) February 28, 2021 Hann stýrði Norwich City í ensku B-deildinni 2007-09. Síðasta starf hans í fótboltanum var ráðgjafi knattspyrnustjóra hjá Stevenage. „Glenn var frábær náungi sem elskaði fótbolta og var mikill fjölskyldumaður,“ sagði Chris Waddle sem lék með Roeder hjá Newcastle. „Þú sérð á að viðbrögðunum hvað öllum fannst um hann. Hann var mikill fagmaður en hafði góðan húmor. Hann var einn af fyrstu vel spilandi miðvörðunum, ekki ósvipaður Rio Ferdinand. Hann vildi ekki bara standa í vörninni og skalla og hreinsa boltann í burtu. Hann vildi spila.“ Alan Shearer minntist líka Roeders í Match of the Day á BBC í gær. „Ég var heppinn að vinna með honum hjá Newcastle. Frábær leikmaður, fyrirliði og stjóri Newcastle. Umhyggjusamur og indæll. Frábær manneskja og mikill fagmaður sem verður sárt saknað. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur,“ sagði Shearer. "Caring, kind, considerate. A brilliant person."@alanshearer's tribute to Glenn Roeder. pic.twitter.com/7zuFcoTLHC— Match of the Day (@BBCMOTD) March 1, 2021
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira