Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:33 Fannar Jónasson segir mikilvægt að koma réttum upplýsingum til íbúa af erlendum uppruna. Þeir séu oft afar skelkaðir vegna jarðaskjálfta. Vísir/Egill Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Stór hluti íbúa á Suðurnesjum er af erlendum uppruna en frá 15-20% íbúa þar eru í þeim hópi. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að frá því jarðhræingarnar hófust þar í fyrra hafi mikill ótti gripið um sig í hópnum og áhersla verið lögð á að koma réttum upplýsingum á framfæri. „Við höfum fundið að það er mikil hræðsla hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu. Þetta er oft fólk sem þekkir lítið til jarðskjálfta og þekking þeirra byggist jafnvel á fréttamyndum af föllnum húsum eftir jarðskjálfta. Þeir óttast því helst að hús hrynji og það verði jafnvel mannskaðar.Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri við þessa hópa til að mynda á Facebook,“ segir Fannar. Hann segir mikilvægt að koma upplýsingum hratt og vel á framfæri. „Við höfum reynt að koma réttum upplýsingum á framfæri og í einhverjum tilfellum hefur fólk orðið rólegra. En þetta er stöðug áskorun sem þarf að vanda sig við. Við ræddum á fjölskipuðum almannavarnarfundi í morgun að taka saman helstu upplýsingar um jarðskjálftana og láta svo þýða á pólsku og ensku og senda þetta á þá sem þurfa á að halda,“ segir Fannar. Fannar segir að fólk þurfi að átta sig á að hús hér á landi séu byggð með jarðskjálfta í huga. „Það er mikilvægast að koma upplýsingum um bygginarlagið hjá okkur á framfæri. Til að mynda um byggingarreglugerð hér á landi og varúðarráðstafanir sem gerðar eru til að koma í veg fyrir að hús hryni. Fólk þarf að vita að húsakosturinn er öruggur,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Innflytjendamál Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat Sjá meira
Engin hús hafi hrunið við fimmfalt hámarksálag í Suðurlandsskjálftanum Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04