Guðmundur Hólmar með slitna hásin: „Rosalega sár og svekktur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 12:30 Guðmundur Hólmar Helgason er markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu með 51 mark. Því miður fyrir hann og Selfyssinga verða þau ekki fleiri í bili. vísir/hulda margrét Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, er með slitna hásin og verður frá næstu mánuðina. Hann segir þetta mikið áfall. Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31
Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00