Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2021 22:21 Halldór hefur áhyggjur af miklu álagi í Olís-deildinni. vísir/hulda margrét Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. „Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. „Gummi meiðist hérna í upphitun og við erum með eitthvað plan sem er farið strax 20 mínútum fyrir leik. Strákarnir voru bara frábærir við erfiðar aðstæður og spiluðu virkilega góðan leik. Stjarnan setti mikla pressu á okkur og nýttu sér sína styrkleika vel, en við gerðum það líka og ég er virkilega stoltur af strákunum.“ Halldór hafði ekki góðar fréttir að færa af Guðmundi og talaði um mikið leikjaálag. „Ég held að hann sé mjög líklega með slitna hásin. Það er mjög sennilega leikjaálagið sem hefur áhrif á þetta. Það er kannski allt í lagi að vera með smá pillu á HSÍ með það, ég held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir hvað þeir voru a fara út í með leikjaálag á leikmennina. Það er allavega ekki verið að hugsa um velferð leikmannana í öllum þessum leikjum, það er ljóst.“ Halldór var mjög ánægður með hvernig hans strákar tækluðu þetta verkefni í ljósi þess að einn af þeirra betri leikmönnum hafði meiðst í upphitun. „Við gerðum auðvitað nokkra feila í lokin, kannski voru menn orðnir þreyttir, Einar Sverris meiddur, Gummi meiddur og Ísak meiddur en við urðum bara að gefa allt í þetta. Frábært að vinna með einu marki og fá tvö stig í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist. Ég hefði verið hundfúll að fá bara eitt stig, hvað þá ekki neitt stig.“ „Við fáum á okkur 28 mörk, þeir spila sjö á sex stóran hluta leiksins en við erum að skora 29 mörk og þeir spila þrjú mismunandi varnarafbrigði þannig að ég get ekki verið annað en sáttur,“ sagði Halldór Jóhann. Næsti leikur Selfoss er fyrir norðan gegn KA og Halldór fór aðeins yfir þann leik. „Ég vonast til að Einar geti spilað, en ég er ekkert alveg viss um það. Við tökum enga sénsa, það getur bara skapað fjórar til sex vikur í viðbót í meiðslum þannig að við ætlum að hugsa um velferð leikmannana. Þetta verður erfiður leikur, KA liðið er búið að vera frábært í vetur og ég þekki KA heimilið vel og ég veit að þar verður fólk til að styðja sitt lið en við ætlum bara að gera okkar besta þar og undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira