Handbolti

Öflugur sigur HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elna Ólöf skorar eitt af mörkum sínum í dag.
Elna Ólöf skorar eitt af mörkum sínum í dag. vísir/hulda margrét

HK vann góðan sigur á Stjörnunni í Olís deild kvenna í dag, 28-26, er liðin mættust í Kórnum. Leikurinn var liður í tíundu umferð deildarinnar.

HK byrjaði vel og var 6-3 yfir eftir stundarfjórðung og voru komnar fjórum mörkum yfir fyrir hlé, 11-7.

Kópavogsliðið hélt vel á spilunum í síðari hálfleik. HK náði mest sex marka forystu, 19-13, en gestirnir úr Garðabæ minnkuðu hægt og rólega muninn.

Mest náði Stjarnan að minnka muninn niður í tvo mörk, 28-26, sem urðu einmitt lokatölur leiksins.

Sigríður Hauksdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK og þær Díana Kristín Sigmarsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir fjögur.

Eva Björk Davíðsdóttir var í sérflokki í liði Stjörnunnar. Hún gerði tólf mörk en Sólveig Lára Kjærnested kom næst með fjögur mörk.

HK er þar af leiðandi komið með sjö stig en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í vetur. Þær eru í sjöunda sætinu með sjö stig.

Stajrann er í fjórða sætinu með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×