Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2021 17:11 Hljómsveitin Inspector Spacetime vermir fyrsta sæti PartyZone-listans að þessu sinni. Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann. PartyZone Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann.
PartyZone Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira