Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Shawn Glover getur hoppað frá borði hvenær sem er á Króknum svo framarlega sem annað félag er tilbúið að kaupa hann út úr samningnum við Tindastól. Hér er hann í leik á móti KR. Vísir/Elín Björg Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði. Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira