Jordan Henderson missir af öllum leikjum Liverpool fram í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 15:30 Jordan Henderson liggur sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst í leik Liverpool og Everton á Anfield um síðustu helgi. AP/Paul Ellis Liverpool liðið verður án fyrirliða sína næstu tíu vikurnar en Jordan Henderson meiddist á nára í leiknum á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Henderson þurfti að leggjast á skurðarborðið vegna meiðslanna. Hann bætist því að meiðslalistann ásamt Virgil van Dijk, Joel Matip, Joe Gomez og Fabinho. #LFC captain Jordan Henderson has undergone surgery on the groin injury he suffered in the Merseyside derby and will be out until April at the earliest.— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 26, 2021 Henderson hefur verið að leysa að stöðu miðvarðar í öllum meiðslavandræðum liðsins í þeirri stöðu en það er eins og það séu álög á mönnum sem spila miðvörð í Liverpool liðinu á þessari leiktíð. Liverpool sagði að aðgerðin hefði gengið vel en gaf ekki út neinn tímaramma fyrir endurkomu. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að Henderon verði frá í tíu vikur. Fyrirliðinn missir af minnsta kosti fimm leikjum en þar á meðal er deildarleikur á móti Chelsea og seinni leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jürgen Klopp is hopeful Jordan Henderson will return to action before the end of the season and feels he will still have an influential role to play during his rehabilitation — Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021 Henderson missti ekki aðeins af öllum leikjum Liverpool fram í apríl heldur einnig af þremur leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM. England spilar við San Marínó, Albaníu og Pólland. Það er samt búist við því að Henderson nái restinni af tímabilinu og verði með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. We can confirm Jordan Henderson has undergone a successful operation on the injury he sustained during Saturday s Merseyside derby with Everton.— Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Henderson þurfti að leggjast á skurðarborðið vegna meiðslanna. Hann bætist því að meiðslalistann ásamt Virgil van Dijk, Joel Matip, Joe Gomez og Fabinho. #LFC captain Jordan Henderson has undergone surgery on the groin injury he suffered in the Merseyside derby and will be out until April at the earliest.— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 26, 2021 Henderson hefur verið að leysa að stöðu miðvarðar í öllum meiðslavandræðum liðsins í þeirri stöðu en það er eins og það séu álög á mönnum sem spila miðvörð í Liverpool liðinu á þessari leiktíð. Liverpool sagði að aðgerðin hefði gengið vel en gaf ekki út neinn tímaramma fyrir endurkomu. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að Henderon verði frá í tíu vikur. Fyrirliðinn missir af minnsta kosti fimm leikjum en þar á meðal er deildarleikur á móti Chelsea og seinni leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jürgen Klopp is hopeful Jordan Henderson will return to action before the end of the season and feels he will still have an influential role to play during his rehabilitation — Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021 Henderson missti ekki aðeins af öllum leikjum Liverpool fram í apríl heldur einnig af þremur leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM. England spilar við San Marínó, Albaníu og Pólland. Það er samt búist við því að Henderson nái restinni af tímabilinu og verði með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. We can confirm Jordan Henderson has undergone a successful operation on the injury he sustained during Saturday s Merseyside derby with Everton.— Liverpool FC (@LFC) February 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira