Nýr styrktarflokkur til að hvetja fyrirtæki til þátttöku í þróunarsamvinnu Heimsljós 26. febrúar 2021 14:52 Þróunarfræ er samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í dag verður opnað fyrir umsóknir um Þróunarfræ, sem mun veita fyrirtækjum og einstaklingum forkönnunarstyrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu, einkum með tilliti til nýsköpunar á tímum COVID-19. Um er að ræða samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem leggja hvor um sig allt að 50 milljónir króna í samstarfið. Umsýsla er á höndum Tækniþróunarsjóðs, en útfærsla styrkjanna verður byggð á styrkjaflokknum FRÆ. Hlutverk Þróunarfræsins er að hvetja íslenskt atvinnulíf og einstaklinga til að taka þátt í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt, skapa atvinnu og stuðla að sjálfbærum rekstri í fátækjum ríkjum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti síðar sótt um styrk í Samstarfssjóð utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í framhaldi af Þróunarfræ. „Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi að virkja einkaframtakið við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum og bind miklar vonir við að Þróunarfræ verði góður farvegur fyrir samstarf atvinnulífs og hins opinbera í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Þróunarfræ er til vitnis um mikilvægi þess að vinna að nýsköpun í samstarfi þvert á ráðuneyti og aukið samstarf milli sjóða. Með þessum flokki styrkja er sjónum beint að verkefnum til að bæta lífskjör fólks í þróunarlöndunum, en við Íslendingar eigum ýmislegt fram að færa á því sviði,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrsta úthlutun eftir páska Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum. Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða. Ekki er gerð krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði en skilyrði er að bókfærður kostnaður við verkefnið sé að lágmarki jafn hár styrkupphæð sem veitt er til verkefnisins. Veitt eru framlög til verkefna er koma til framkvæmdar í lág- og millitekjuríkjum auk há millitekju smáeyþróunarríkja sem eru á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir allt árið 2021, en umsóknir verða teknar til umfjöllunar tvisvar til þrisvar yfir árið. Fyrsta úthlutunin verður tekin fyrir í apríl. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Í dag verður opnað fyrir umsóknir um Þróunarfræ, sem mun veita fyrirtækjum og einstaklingum forkönnunarstyrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu, einkum með tilliti til nýsköpunar á tímum COVID-19. Um er að ræða samstarfsverkefni Samstarfssjóðs við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á vegum utanríkisráðuneytisins og Tækniþróunarsjóðs á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem leggja hvor um sig allt að 50 milljónir króna í samstarfið. Umsýsla er á höndum Tækniþróunarsjóðs, en útfærsla styrkjanna verður byggð á styrkjaflokknum FRÆ. Hlutverk Þróunarfræsins er að hvetja íslenskt atvinnulíf og einstaklinga til að taka þátt í þróunarsamvinnu með það fyrir augum að draga úr fátækt, skapa atvinnu og stuðla að sjálfbærum rekstri í fátækjum ríkjum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti síðar sótt um styrk í Samstarfssjóð utanríkisráðuneytisins við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í framhaldi af Þróunarfræ. „Ég hef lengi talað fyrir því að það þurfi að virkja einkaframtakið við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum og bind miklar vonir við að Þróunarfræ verði góður farvegur fyrir samstarf atvinnulífs og hins opinbera í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Þróunarfræ er til vitnis um mikilvægi þess að vinna að nýsköpun í samstarfi þvert á ráðuneyti og aukið samstarf milli sjóða. Með þessum flokki styrkja er sjónum beint að verkefnum til að bæta lífskjör fólks í þróunarlöndunum, en við Íslendingar eigum ýmislegt fram að færa á því sviði,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrsta úthlutun eftir páska Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hugmyndin að verkefninu þarf að fela í sér að leitað er nýrra lausna eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum. Styrkupphæð getur numið allt að tveimur milljónum króna og verkefninu skal lokið innan 12 mánaða. Ekki er gerð krafa um mótframlag umsækjenda af heildarkostnaði en skilyrði er að bókfærður kostnaður við verkefnið sé að lágmarki jafn hár styrkupphæð sem veitt er til verkefnisins. Veitt eru framlög til verkefna er koma til framkvæmdar í lág- og millitekjuríkjum auk há millitekju smáeyþróunarríkja sem eru á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir allt árið 2021, en umsóknir verða teknar til umfjöllunar tvisvar til þrisvar yfir árið. Fyrsta úthlutunin verður tekin fyrir í apríl. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent