Símon Sigvaldason skipaður dómari við Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 14:27 Símon hefur verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá árinu 2004 og dómstjóri frá árinu 2017. Samsett Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að gera tillögu til forseta Íslands um skipun Símonar Sigvaldasonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, í embætti dómara við Landsrétt frá 1. mars næstkomandi. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en fram kom á mánudag að Símon hafi verið metinn hæfastur að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Var með 99,4 prósent sakfellingarhlutfall Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Símon hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og jafnframt lagt stund á nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og Penn State háskóla í Bandaríkjunum. Fram til ársins 1998, er Símon var skipaður skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, starfaði hann meðal annars sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Símon sinnti starfi skrifstofustjóra Hæstaréttar allt til ársins 2004 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en því embætti hefur hann gegnt síðan, þar af sem dómstjóri frá árinu 2017. Að auki hefur Símon sinnt fræðastörfum og kennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Af öðrum störfum Símonar má nefna formennsku í dómstólaráði 2006-2017, setu í refsiréttarnefnd frá árinu 2007 auk þess sem hann hefur margoft tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti Íslands. Fjallað var um Símon í fréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að hann hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í við Hérðaðsdóm Reykjavíkur. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en fram kom á mánudag að Símon hafi verið metinn hæfastur að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Var með 99,4 prósent sakfellingarhlutfall Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að Símon hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og jafnframt lagt stund á nám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla og Penn State háskóla í Bandaríkjunum. Fram til ársins 1998, er Símon var skipaður skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, starfaði hann meðal annars sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands og sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Símon sinnti starfi skrifstofustjóra Hæstaréttar allt til ársins 2004 er hann var skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur en því embætti hefur hann gegnt síðan, þar af sem dómstjóri frá árinu 2017. Að auki hefur Símon sinnt fræðastörfum og kennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Af öðrum störfum Símonar má nefna formennsku í dómstólaráði 2006-2017, setu í refsiréttarnefnd frá árinu 2007 auk þess sem hann hefur margoft tekið sæti sem varadómari í Hæstarétti Íslands. Fjallað var um Símon í fréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að hann hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í við Hérðaðsdóm Reykjavíkur. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent.
Dómstólar Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Dómarakapall í Landsrétti Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar. 2. desember 2020 19:21