Dómarar ensku úrvalsdeildarinnar tapa peningum þegar þeir gera mistök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 09:00 Dómarar geta gert mistök, jafnvel þegar þeir mega skoða endursýningar, og sú varð raunin á dögunum þegar Mike Dean rak West Ham manninn Tomas Soucek af velli. Getty/Clive Rose Frammistöðumat dómara í ensku úrvalsdeildinni hjálpar þeim ekki aðeins upp metorðastigann og til að fá stærri leiki. Matið hefur einnig áhrif á launaseðil þeirra. Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Það er gríðarleg pressa á dómurunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta enda allt annað en auðvelt að dæma í þessari hröðu deild. Nú hefur komið fram í dagsljósið að hver mistök hjá dómara hafi í raun áhrif á laun þeirra. Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni eru með föst laun sem breytast ekki en mistökin hafa aftur á móti áhrif á bónusgreiðslur þeirra og það geta verið talsverðar upphæðir. Sportsmail hefur heimildir um það að dómarar deildarinnar tapi hluta af bónusgreiðslum sínum þegar þeir gera mistök. Sérstök eftirlitsnefnd fer yfir alla leiki þeirra og skráir niður mistökin. EXCL: Premier League referees ARE paying for their mistakes as yearly bonuses take a hit with each error | @KieranGill_DM & @SamiMokbel81_DM https://t.co/2GrHswkrHH— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Við erum þar ekki að tala um bara stór mistök heldur skrá menn allt hjá sér, meira að segja ef menn dæma vitlaus innköst. Það eru líka talin verið mistök ef Varsjáin þarf að taka fyrir dóminn og kemst í framhaldinu að réttri niðurstöðu. Það verða samt skráð mistök hjá dómaranum. Samkvæmt frétt Sportsmail þá eru bónusgreiðslur á hvern dómara allt að fimmtíu þúsund breskum pundum eða 8,9 milljónum íslenskra króna. Dómarar í ensku úrvalsdeildinni eru með grunnlaun á bilinu 110 þúsund til 120 þúsund pund sem eru á bilinu 19,6 milljónir til 21,4 milljóna í íslenskum krónum. Bónusgreiðslur til dómara fara síðan eftir frammistöðumatinu þar sem þeir fá mínus fyrir hver mistök sem þeir gera. Þetta fyrirkomulag setur enn meiri pressu á dómarana og nóg er hún nú fyrir. Hver stór dómur þeirra er tekinn fyrir í fjölmiðlum og dómarar þurfa einnig að þola mikið áreiti á samfélagsmiðlum og annars staðar verði þeim á í messunni. Að gera mistök sem kostar lið stig kallar oft á mikið áreiti frá öskuillum stuðningsmönnum. Gott dæmi um það eru morðhótanirnar sem Mike Dean fékk á dögunum. Dean gaf þá Tomas Soucek hjká West Ham og Jan Bednarek hjá Southampton rauð spjöld þrátt fyrir að hafa skoðað brotin aftur á skjá. Bæði rauðu spjöldin voru seinna dregin til baka og Mike Dean bað um að sleppa við að dæma í næstu umferð.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira