Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir hafa bæði verið að gera frábæra hluti í The Open undanfarin ár. vísir/vilhelm Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara. CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara.
CrossFit Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira