Útiliðið hefur unnið Suðurlandsslaginn sex sinnum á fjórum árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2021 14:31 Eyjamaðurinn Ívar Logi Styrmisson lætur vaða á markið í leik á móti Aftureldingu á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tekur í dag á móti nágrönnum sínum í ÍBV í Suðurlandsslag Olís deildar karla í handbolta en þetta virðist vera sá leikur þar sem ekki er gott að vera heimaliðið. Leikur Selfoss og ÍBV hefst klukkan 18.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði lið eru neðar í töflunni en þau ætluðu sér en ÍBV er í sjöunda sæti og Selfoss er sæti neðar. Bæði eru með ellefu stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. Þau eiga hins vegar þennan leik inni og sigur gæti komið þeim ofar. Sigurleikirnir hafa verið fáir að undanförnu á báðum stöðum. Eyjamenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð þegar Gróttumenn heimsóttu Selfyssinga í síðasta leik. Selfyssingar eru á heimavelli í kvöld en það er spurning hvort að það sé eitthvað fagnaðarefni miðað við úrslitin í Eyjaleikjunum undanfarin ár. Heimaliðinu hefur nefnilega gengið mjög illa í Suðurlandsslag Olís deildarinnar undanfarin tímabil eða síðan að Selfoss komst aftur upp í deildina. Í síðustu sjö leikjum liðanna þá hefur útiliði fagnað sex sinnum sigri. Selfoss náði að vinna fjóra leiki liðanna í röð en þrír af þeim voru úti í Eyjum. Eini heimasigurinn í Suðurlandsslagnum frá og með marsmánuði 2017 var 30-28 sigur Selfoss á ÍBV 11. febrúar 2019. Það stefndi reyndar í útisigur í þeim leik því Eyjamenn voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútur voru eftir. Selfyssingar unnu lokamínúturnar 6-1 og tryggðu sér sigurinn. Það þarf síðan að fara alla leið til 27. október 2016 til að finna annan heimasigur í Suðurlandsslagnum en Selfossliðið vann þá sex marka sigur á ÍBV. Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Leikur Selfoss og ÍBV hefst klukkan 18.30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bæði lið eru neðar í töflunni en þau ætluðu sér en ÍBV er í sjöunda sæti og Selfoss er sæti neðar. Bæði eru með ellefu stig úr fyrstu tíu leikjum sínum. Þau eiga hins vegar þennan leik inni og sigur gæti komið þeim ofar. Sigurleikirnir hafa verið fáir að undanförnu á báðum stöðum. Eyjamenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og Selfoss tapaði þriðja leiknum í röð þegar Gróttumenn heimsóttu Selfyssinga í síðasta leik. Selfyssingar eru á heimavelli í kvöld en það er spurning hvort að það sé eitthvað fagnaðarefni miðað við úrslitin í Eyjaleikjunum undanfarin ár. Heimaliðinu hefur nefnilega gengið mjög illa í Suðurlandsslag Olís deildarinnar undanfarin tímabil eða síðan að Selfoss komst aftur upp í deildina. Í síðustu sjö leikjum liðanna þá hefur útiliði fagnað sex sinnum sigri. Selfoss náði að vinna fjóra leiki liðanna í röð en þrír af þeim voru úti í Eyjum. Eini heimasigurinn í Suðurlandsslagnum frá og með marsmánuði 2017 var 30-28 sigur Selfoss á ÍBV 11. febrúar 2019. Það stefndi reyndar í útisigur í þeim leik því Eyjamenn voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútur voru eftir. Selfyssingar unnu lokamínúturnar 6-1 og tryggðu sér sigurinn. Það þarf síðan að fara alla leið til 27. október 2016 til að finna annan heimasigur í Suðurlandsslagnum en Selfossliðið vann þá sex marka sigur á ÍBV. Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Selfoss og ÍBV í Olís deild karla: 1. febrúar 2020: Útiliðið (ÍBV) vann sjö marka sigur (36-29) 9. október 2019: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (30-29) 11. febrúar 2019: Heimaliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (30-28) 10. október 2018: Útiliðið (Selfoss) vann tveggja marka sigur (27-25) 28. febrúar 2018: Útiliðið (Selfoss) vann eins marks sigur (36-35) 5. nóvember 2017: Útiliðið (ÍBV) vann eins marks sigur (31-30) 20. mars 2017: Útiliðið (ÍBV) vann níu marka sigur (36-27) 6. febrúar 2017: Jafntefli (28-28) 27. október 2016: Heimaliðið (Selfoss) vann sex marka sigur (38-32)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Ég get ekki beðið“ Handbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira