Frasier eru meðal ástsælustu gamanþátta sögunnar og geðlæknirinn sjálfur meðal langlífustu karaktera sjónvarpsins. Þáttaraðirnar urðu ellefu talsins og þættirnir unnu til 37 Emmy-verðlauna.
Frasier kom fyrst fram á sjónarsviðið í Cheers, sem gerðist í Boston, en framhaldsþættirnir um geðlækninn fylgdust með honum flytja heim til Seattle, glíma við nýtt starf og litríka fjölskyldu, og freista þess að finna ástina.
„Aðdáendur hafa löngum kallað eftir því að þættirnir snúi aftur og því kalli hefur nú verið svarað,“ hefur BBC eftir David Stapf, forseta CBS. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Paramunt+ en enn hefur ekki verið gefið upp hvenær frumsýningar er að vænta.
John Mahoney, sem lék föður Frasier, lést árið 2018. Hins vegar er mögulegt að glitti í önnur kunnugleg andlit; David Hyde Pierce í hlutverki Niles Crane, Jane Leeves sem sjúkraþjálfarann Daphne Moon og Peri Gilpin, sem lék framleiðanda Frasier.
Deadline hefur heimildir fyrir því að verið sé að ræða við Pierce.
The #Frasier revival has officially been ordered at Paramount Plus. Kelsey Grammer will return in the title role in addition to executive producing https://t.co/y9KCfZ9rpJ pic.twitter.com/0ANqC0B3JD
— Variety (@Variety) February 24, 2021