Elvar Örn skoraði tvö mörk fyrir Skjern en Óðinn Þór gerði eitt mark fyrir heimamenn. Með sigrinum skaust Holstebro upp í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en Skjern er í sjöunda sætinu með 23 stig.
Steinunn Hansdóttir skoraði fjögur mörk er Íslendingaliðið Vendsyssel tapaði enn einum leiknum í Danmörku. Nú gegn Viborg 24-30 en Elín Jóna Þorsteinsdóttir leikur einnig með liðinu sem er á botni deildarinnar.
Aron Pálmarsson var áfram á meiðslalistanum hjá Barcelona sem hafði betur gegn Cejle í Meistaradeild Evrópu á útivelli, 32-29. Börsungar unnið alla þrettán leiki sína í riðlinum en Cejle er er með sex stig eftir tólf leiki.
.@ehfcl:@RKCPL 29-32 @FCBhandbol
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 24, 2021
Barca with 13 wins in 13 matches in @ehfcl.
If Barca defeat Motor they become the first team with maximum points (28 points) in the A/B groups, since the current group phase system (8 teams) was invented before the 2015/16 season.#handball
Íslendingaliðið Aue vann svo átta marka sigur, 29-21, á Elbflorenz í þýsku B-deildinni. Arnar Birkir Hálfdándsson leikur með Aue sem og Sveinbjörn Pétursson en markvörðurinn átti stórleik og var með um fimmtíu prósent markvörslu. Aue er í sjöunda sæti deildarinnar.