Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:43 Ef einhver þarf að ná í þig, segir Þorleifur, reynir hann aðrar leiðir ef þú svarar ekki. „Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag. Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“ Fjarskipti Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“
Fjarskipti Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent