Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:43 Ef einhver þarf að ná í þig, segir Þorleifur, reynir hann aðrar leiðir ef þú svarar ekki. „Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag. Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“ Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“
Fjarskipti Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira