Enski boltinn

Hefur ekki á­huga á að ræða við Chelsea um nýjan samning eltist þeir við Håland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Abraham hitar upp fyrir leik Chelsea gegn Southampton á dögunum.
Abraham hitar upp fyrir leik Chelsea gegn Southampton á dögunum. Darren Walsh/Chelsea FC

Hinn 23 ára framherji Tammy Abraham hefur engan áhuga á að ræða við Chelsea um nýjan samning ætli þeir að eltast við framherja Dortmund Erling Braut Håland.

Enski landsliðsmaðurinn braust inn í lið Frank Lampard á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu áður en Lampard fékk stígvélið.

Abraham hefur ekki spilað mikið undir stjórn Thomas Tuchel, sem var ráðinn þjálfari Chelsea í síðasta mánuði, en Abraham hefur ekki áhuga á að ræða nýjan samning, samkvæmt The Athletic.

Sögusagnir segja að Abraham, sem er á samningi til ársins 2023, hafi ekki áhuga á að ræða nýjan samning ætli Chelsea að reyna ná í hinn norska Erling Braut Håland.

Mino Raiola, umboðsmaður Håland, sagði á þriðjudaginn að fjögur ensk félög séu á höttunum eftir starfskröftum hins norska en allar líkur eru á að Chelsea sé eitt af þeim.

Chelsea eyddi 53 milljónum punda í Timo Werner í sumar en hann hefur ekki slegið í gegn; einungis skorað tvö mörk í 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×