Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 15:21 Áfram verður tómlegt um að litast á áhorfendapöllum íþróttahúsanna í kvöld. vísir/vilhelm Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins. Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn