„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 10:31 Jürgen Klopp og Alisson Becker í síðustu skrúðgöngu Liverpool liðsins eftir sigur í Meistaradeildinni í júní 2019. Getty/ Paul Cooper Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira