Hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar á aðfangadag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett/Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir að lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnabrot í Ásmundarsal, hvar fjármálaráðherra var staddur. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Áslaugu að hún hafi ekki verið að skipta sér af rannsókn málsins. Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu, þegar tíu manna samkomubann var í gildi. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Bæði Áslaug og Halla staðfesta við Ríkisútvarpið að þær hafi rætt saman í síma um málið á aðfangadag. Áslaug segir í svari sínu að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Lögregla lauk rannsókn á Ásmundarsalarmálinu í lok janúar og sendi það ákærusviði. Þá greindi fréttastofa frá því nú í febrúar að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði áréttað reglur um samskipti við fjölmiðla við starfsfólk sitt. Embættið hafði áður lagst í skoðun á því hvort dagbókarfærslan, sem þótti óvenju ítarleg, teldist öryggisbrestur í skilningi persónuverndarlaga. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu, þegar tíu manna samkomubann var í gildi. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Bæði Áslaug og Halla staðfesta við Ríkisútvarpið að þær hafi rætt saman í síma um málið á aðfangadag. Áslaug segir í svari sínu að hún hafi hringt í Höllu til að spyrja um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Hún hafi ekki gert athugasemdir við framkvæmd lögreglu í málinu. Þá hafi hún ekki rætt málið frekar við lögreglustjórann og ekki haft afskipti af rannsókninni. Lögregla lauk rannsókn á Ásmundarsalarmálinu í lok janúar og sendi það ákærusviði. Þá greindi fréttastofa frá því nú í febrúar að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði áréttað reglur um samskipti við fjölmiðla við starfsfólk sitt. Embættið hafði áður lagst í skoðun á því hvort dagbókarfærslan, sem þótti óvenju ítarleg, teldist öryggisbrestur í skilningi persónuverndarlaga.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17 Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22 Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Söguleg dagbókarfærsla ekki tilkynningarskyldur öryggisbrestur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað þær reglur sem eru í gildi í samskiptum við fjölmiðla við þá sem starfsmenn embættisins sem sjá um gerð dagbókarfærslna sem sendar eru út á degi hverjum. 10. febrúar 2021 11:17
Rannsókn lokið: Ásmundarsalarmálið sent ákærusviði Lögregla hefur lokið rannsókn á mögulegum sóttvarnabrotum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður málið sent ákærusviði lögreglunnar í dag, ef það er ekki þegar komið þangað. 22. janúar 2021 10:22
Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47