Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:31 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vísað málinu til lögreglu. Vísir/Egill Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft störf læknisins til skoðunar frá því í nóvember 2019, en samhliða því lét hann af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ekki er útilokað að fleiri starfsmenn stofnunarinnar tengist málinu með einhverjum hætti. Athugasemdir um störf læknisins bárust í kjölfar andláts konu á áttræðisaldri. Fjölskylda konunnar hafði þá gert verulegar athugasemdir við störf læknisins. Upphófst þá sá grunur að læknirinn hefði sent fólk á líknandi meðferð að óþörfu og samkvæmt heimildum fréttastofu eru fleiri mál á hendur lækninum til skoðunar. Aðstandendur annarra sjúklinga hafa verið upplýstir um málið en í samtali við fréttastofu segist þeim hafa brugðið við fréttirnar. Þá herma heimildir að rannsóknin hafi verið umfangsmikil en álit landlæknis spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í niðurstöðukaflanum kemur fram að maðurinn hafi gert mörg og alvarleg mistök á ýmsum sviðum, hvort sem er tengdum greiningum, hjúkrun eða lífslokameðferð, svo fátt eitt sé nefnt. Vísa málinu til lögreglu Læknirinn lét sjálfur af störfum þegar málið kom upp en við eftirgrennslan er nafn hans ekki að finna yfir einstaklinga með lækningaleyfi. Embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið né hvort viðkomandi hafi verið sviptur starfsleyfinu en í skriflegu svari segir að almennt megi segja ef nafn heilbrigðisstarfsmanns sé ekki að finna í starfsleyfaskrá geti ástæðan verið að viðkomandi hafi afsalað sér leyfinu, til dæmis vegna veikinda eða verið sviptur því. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað en sendi fréttastofu yfirlýsingu þar sem segir að þjónustu stofnunarinnar hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið. Málið sé litið alvarlegum augum og allt verði gert til að koma í veg fyrir að atburðurinn endurtaki sig. Stofnunin hafi vísað málinu til lögreglu. Þá íhugar fjölskylda hinnar látnu næstu skref í málinu. Yfirlýsing HSS í heild: Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) barst 18. þessa mánaðar álit frá Embætti landlæknis þar sem niðurstaða var sú að þjónustu stofnunarinnar við sjúkling sem lést á sjúkradeild síðla árs 2019 hafi verið verulega ábótavant og ekki í samræmi við fagleg viðmið og viðurkennt verklag. Framkvæmdastjórn HSS lítur þessa niðurstöðu mjög alvarlegum augum og munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Við hörmum atburðinn og hugur okkar er hjá aðstandendum. Eftir að málið kom upp var strax settur enn meiri kraftur í að bæta verkferla sem snúa að utanumhaldi og eftirfylgni með skjólstæðingum heilbrigðisstofnunarinnar. Læknirinn sem bar ábyrgð á meðferðinni var settur í leyfi og lét í kjölfarið af störfum við stofnunina. Jafnframt vísaði HSS umræddu máli til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Af þeim sökum getur stofnunin ekki tjáð sig frekar um málið að svo stöddu.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“