Tæplega sex þúsund einstaklingar bólusettir í þessari viku Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 13:28 Heilbrigðisráðuneytið vonast til að hægt verði að klára bólusetningu fyrir lok júní. Vísir/Vilhelm Til stendur að bólusetja tæplega sex þúsund einstaklinga gegn Covid-19 í þessari viku sem er svipaður fjöldi og í vikunni á undan. 10.530 hafa nú lokið bólusetningu hér á landi og 6.702 til viðbótar fengið fyrri bólusetningu. Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Alls verður 3.510 skömmtum af bóluefni Pfizer dreift um landið daganna 22. til 28. febrúar. Þar af fá um 2.200 einstaklingar seinni bólusetningu og 1.300 fyrri skammtinn, af því er fram kemur á vef landlæknisembættisins en í hópnum eru bæði aldraðir og starfsmenn heilbrigðisstofnana. Þá stendur til að dreifa 2.400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í þessari viku og verður haldið áfram að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila með fyrri skammti. Vonast til að klára bólusetningu fyrir lok júní Fyrir helgi gáfu heilbrigðisyfirvöld út sérstakt bólusetningardagatal sem ætlað er að gefa fólki vísbendingu um að hvenær líklegt er að bólusetning hefjist í ákveðnum forgangshópum. Gangi forsendur dagatalsins eftir lýkur bólusetningu gegn Covid-19 hér á landi fyrir lok júní næstkomandi, af því er fram kemur á vef Stjórnarráðsins. Dagatalið byggist á fyrirliggjandi upplýsingum um afhendingu bóluefna og áætlanir þar af lútandi. Til stendur að uppfæra dagatalið eftir því sem bólusetningu vindur fram og nýjar upplýsingar berast um bóluefni og afhendingu þeirra að sögn stjórnvalda. Eins og er liggur einungis fyrir staðfest áætlun um afhendingu bóluefna Pfizer, AstraZeneca og Moderna fram til lok mars. Fyrirtækin stefna að því að verða búin að afhenda Íslendingum bóluefni fyrir alls 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní. Þar að auki taka stjórnvöld mið af óljósari áætlunum bóluefnaframleiðandanna Curavac, Janssen og Novavax sem vonast er til að fái skilyrt markaðsleyfi á næstunni. Alls verður rúmlega 280 þúsund einstaklingum boðin bólusetning á Íslandi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri Heilsugæslan fagnar dagatalinu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag að henni litist mjög vel á dagatalið og reiknaði með því að tilkoma þess myndi draga úr fjölda fyrirspurna um bólusetningar. „Það er mikið hringt á heilsugæslunnar og mikið verið að senda fyrirspurnir á okkur svo þetta mun hjálpa, bæði varðandi aldurshópanna og þá skjólstæðinga sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Þarna geta þeir séð hvenær röðin kemur að þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21 Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33 Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. 19. febrúar 2021 19:21
Bóluefni Janssen komið á borð evrópsku lyfjastofnunarinnar Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson. 16. febrúar 2021 18:33
Veður og veira... það vorar að lokum Heilbrigðisyfirvöld stefna nú að því að bólusetja 190 þúsund landsmanna fyrir júnílok en gróft reiknað jafngildir það því að allir 35 ára og eldri verði þá bólusettir. 16. febrúar 2021 15:18