Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:30 Tryggvi Snær Hlinason og Jón Axel Guðmundsson léku mjög vel með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppninni. Hér eru þeir í leiknum á móti Lúxemborg. fiba.basketball Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5% Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli