Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 10:35 Símon hefur mikla reynslu af dómstörfum og hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. Vísir Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01