Símon Sigvaldason metinn hæfastur í Landsrétt Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 10:35 Símon hefur mikla reynslu af dómstörfum og hefur verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. Vísir Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir. Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Auk Símonar sóttu Jón Finnbjörnsson landsréttadómari og Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari um stöðuna. Embættið var auglýst eftir að Ragnheiður Bragadóttir var endurskipuð í Landsrétt og fyrri staða hennar losnaði. Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir og voru meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, færði upp á lista hæfnisnefndar árið 2017. Jón er sá eini fjórmenninganna sem er enn í leyfi og hefur ekki fengið endurskipun við Landsrétt en dómararnir fjórir fóru í leyfi frá störfum eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði að einn þeirra hafi verið skipaður með ólögmætum hætti. Fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum Í niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda um stöðu dómara við Landsrétt er Símon sagður hafa mikla reynslu af dómstörfum bæði sem héraðsdómari og einnig í Hæstarétti þar sem hann hafi á síðustu árum verið settur sem dómari í fjölmörgum málum. Þá hafi hann verið dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2017. „Einnig hefur hann fjölþætta reynslu af stjórnsýslustörfum, m.a. verið skrifstofustjóri Hæstaréttar og formaður dómstólaráðs um árabil. Þá hefur hann sinnt umtalsverðri kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og samið tvö fræðirit, auk fræðigreina um lögfræðileg efni. Síðast en ekki síst hefur hann sýnt með störfum sínum sem dómari að hann hefur gott vald jafnt á einkamála- og sakamálaréttarfari og er fær um að leysa úr flóknum lögfræðilegum ágreiningsefnum á greinargóðan og rökstuddan hátt,“ segir í umsögn dómnefndar. Dómnefndina skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Halldór Halldórsson, Helga Melkorka Óttarsdóttir og Kristín Benediktsdóttir. Fjallað var um Símon í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2012 þegar athugun fréttastofu leiddi í ljós að Símon, þá dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefði einungis sýknað í tveimur málum af síðustu 304 sakamálum sem hann hafði dæmt í. Reiknaðist sakfellingarhlutfall hans þar með 99,4 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Vistaskipti Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Ása og Björg skipaðar dómarar við Hæstarétt Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen verði skipaðar dómarar við Hæstarétt Íslands frá 23. nóvember 2020. 17. nóvember 2020 12:01