Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2021 14:30 Svekkelsið leyndi sér ekki hjá leikmönnum Liverpool í gær. Laurence Griffiths/Getty Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Jan Mølby lék með Liverpool á árunum 1984 til 1996 við góðan orðstír. Daninn lék tæplega þrjú hundruð leiki fyrir félagið og þekkir hvern krók og kima hjá félaginu. Hann vinnur nú sem spekingur fyrir dönsku sjónvarpsstöðina TV3Sport og hann var í beinni frá Anfield eftir tapið gegn Everton í gær. „Ég sit fyrir framan útvarpsstöð sem sagði að Liverpool væri í sögulegri krísu,“ sagði Daninn. „Það er að sjálfsögðu út af því að væntingarnar til þessa liðs eru svo miklar í hvert einasta skipti sem það spilar. Maður ætlast til þess að þeir vinni. Því segja menn þetta sögulega krísu.“ El derbi de Mereyside agranda la crisis del Liverpool https://t.co/hzT3oKal2f pic.twitter.com/f4sxtrVzhB— La Estrella | Panamá (@EstrellaOnline) February 21, 2021 Margir velta nú fyrir sér hvað Liverpool þurfi að gera til þess að koma sér út úr þessum vandræðum og Martin Jørgensen, fyrrum danskur landsliðsmaður, var ekki með svarið á reiðum höndum. „Ef ég vissi svarið gæti ég orðið ansi ríkur. Ég held að þetta sé spurning sem Jurgen Klopp spyr sjálfan sig að,“ sagði Martin og hélt áfram. „Hann getur sagt að þeir eigi að halda áfram og gera það sem þeir hafa gert síðustu þrjú ár en leikmennirnir eru dálítið ráðvilltir inni á vellinum.“ „Þeir eru í mótvind, sem þeir hafa ekki lent í síðustu ár, þar sem þeir hafa bara unnið og unnið. Núna þurfa þeir að finna lausnir, sem þeir hafa ekki,“ bætti Martin við. 🗣"Can he play for Jurgen Klopp?"@andydunnmirror thinks Liverpool's problems run deeper than their injury crisis, including if Thiago suits a Jurgen Klopp system pic.twitter.com/3pR9O80Kub— Football Daily (@footballdaily) February 21, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00 „Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01 Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. 21. febrúar 2021 11:00
„Mjög erfitt og þú gast séð það í andlitinu á leikmönnunum“ Það var mikið svekkelsi hjá Georginio Wijnaldum, miðjumanni Liverpool, eftir 2-0 tapið gegn Everton í slagnum um Bítlaborgina í dag. 20. febrúar 2021 20:01
Gylfi skoraði í sigri Everton og grannarnir eru nú jafnir að stigum Everton vann 2-0 sigur á Liverpool í Bítlaborgarslagnum nú síðdegis. Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton en þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield síðan 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010. 20. febrúar 2021 19:23