Mikilvægt að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 21:01 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG og formaður starfshóps menntamálaráðherra um RÚV segir mikilvægt að bregðast við ójafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Vísir/Vilhelm Formaður nýskipaðs starfshóps stjórnarþingmanna um Ríkisútvarpið segir að áhrif erlendra efnisveitna verði sérstaklega könnuð í vinnunni framundan. Mikilvægt sé að auka jafnræði milli innlendra og erlendra fjölmiðla. Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur falið þremur stjórnarþingmönnum að sætta ólík sjónarmið um Ríkisútvarpið. Í hópnum sitja þingmennirnir Silja Dögg Gunnarsdóttir Framsóknarflokki, Páll Magnússon Sjálfstæðisflokki og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG. Kolbeinn segir að markmiðið sé m.a. að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki RÚV . „Þetta er gert svona að þessu sinni sem er mjög gott. Það þarf að kanna til hlýtar hvort að stjórnmálaflokkarnir nái saman niðurstöðu fyrir ráðherra. Svo ef það næst lending um þau flóknu og stóru mál sem þarna eru undir þá vinnur ráðherra væntanlega þingmál sem fer í hefðbundna þinglega meðferð í framhaldinu,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tekist hafi verið á um fjölmarga þætti Ríkisútvarpsins um langa hríð. Dreifikerfið, almannaþjónustuhlutverkið, fjármögnun stofnunarinnar og hvort hún eigi að vera áfram á auglýsingamarkaði. „Ég hef alltaf sagt við þá sem vilja taka miðilinn af auglýsingamarkaði hvað það þýði. Ég er ekki talsmaður auglýsinga í ríkisfjölmiðli, ég vil bara að við setjumst yfir þetta og skoðum hvernig við tryggjum RÚV tekjur til að sinna mikilvægu hlutverki sínu, sem verða æ mikilvægari einkum þegar kemur að menningarhlutverki stofnunarinnar,“ segir Kolbeinn. Fjölmiðlar á Íslandi hafa misst auglýsingatekjur til erlendra samfélagsmiðla og þá er mikil samkeppni við erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og Amazon Prime. Kolbeinn segir að þetta verið einnig skoðað. „Það er eitt af verkefnum hópsins að skoða áhrif erlendra efnisveitna og samfélagsmiðla á Ríkisútvarpið og um leið á íslenskan fjölmiðlamarkað. Við förum t.d. yfir hvaða áhrif þetta fyrirkomulag hefur á tekjustreymi þeirra. Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra hafa verið að skoða þetta. Þetta er eitt af stórum málunum sem hópurinn á að kanna. Og jafnvel að leggja fram einhverjar tillögur um hvernig á að bregðast við. Því geta niðurstöður hópsins verið mjög víðfemar, þær geta teygt sig inní skattalög, lög um RÚV og fjölmiðlalög almennt. Ég tel að bregðast þurfi við. Það er ójafnt gefið þegar auglýsingar í innlendum fjölmiðlum kosta töluvert meira út af skattaumhverfi en í erlendum efnisveitum sem skila litlu sem engu til samfélagsins,“ segir Kolbeinn. Starfshópurinn á að skila niðurstöðu fyrir 3. mars.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Netflix Google Facebook Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira