Felur þremur stjórnarþingmönnum að „sætta ólík sjónarmið“ um Rúv Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 09:53 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðdsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur falið þremur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna að gera tillögur að breytingum á lögum um Ríkisútvarpið í þeirri von að „sætta ólík sjónarmið um starfsemi og hlutverk Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu en í hópnum sitja þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrir hönd VG, Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir hönd Framsóknarflokks og Páll Magnússon fyrir hönd Sjálfstæðisflokks. „Mál þessi hafa verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi, meðal annars í tengslum við frumvarp ráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þau sjónarmið að umsvif Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði valdi samkeppnisskekkju sem eigi sinn þátt í bágri rekstrarstöðu einkarekinna miðla hér á landi,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Lilja Alfreðsdóttir hefur um hríð reynt að ná í gegn frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla og var frumvarpi þess efnis, í nýrri mynd, síðast dreift á Alþingi í lok nóvember. Hefur frumvarpið farið í gegnum eina umræðu í þinginu og situr nú hjá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem Páll Magnússon fer með formennsku. Meðal þess sem fulltrúunum þremur verður falið er að rýna í núverandi skilgreiningu á hlutverki Rúv og meta hvort þörf sé á að endurskilgreina hlutverk stofnunarinnar. Þá verði lagt mat á það hvernig Rúv geti best sinnt öryggishlutverki sínu og rýnt í gildandi kröfur og reglur um dreifikerfi Ríkisútvarpsins svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður fulltrúunum einnig falið að meta hvernig fjármögnun Rúv verði best komið, það er hvort núverandi fyrirkomulag skuli halda áfram eða hvort breytinga sé þörf. Ráðgert er að fulltrúarnir ljúki störfum eigi síðar en 31. mars næstkomandi.
Alþingi Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ríkisútvarpið Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira