Sigurbjörn Árni ætlar sér að sigrast á krabbameininu Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 23:00 Sigurbjörn Árni segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við krabbameinið. Hann ætli að halda sér jákvæðum í gegnum ferlið. Facebook Skólameistarinn og íþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson greindist með fjórða stigs sortuæxli á miðvikudaginn og hefur hafið lyfjameðferð. Hann segist stefna á að komast í hóp þeirra sem losna við meinið og segir óþarfi að fólk drífi sig í heimsókn þar sem hann telji ólíklegt að hann deyi á næstunni. Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“ Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Sigurbjörn greinir frá krabbameininu á Facebook í kvöld þar sem hann segir nokkur stór æxli vera í vinstra lunga, á báðum nýrnahettum, milli miltas og maga og við hægra nýra. Þá séu einnig minni æxli eða hnútar á víð og dreif í líkamanum og lítið æxli í hægra heilahveli. „Þið skulið ekkert vera að gúgla fjórða stigs sortuæxli, ykkur mun ekki líða betur,“ skrifar Sigurbjörn Árni, sem fyrir löngu er orðinn þjóðþekktur fyrir lifandi lýsingar sínar frá keppni í frjálsum íþróttum hér heima sem erlendis. Notast er við líftæknilyf í lyfjameðferðinni sem eiga að hafa litlar aukaverkanir. Hann býst því ekki við því að líða mjög illa og sér hvorki fram á að missa hárið né léttast. „Sem var nú sennilega það eina jákvæða sem gat gerst í stöðunni,“ skrifar hann. Aldrei verið meðalmaður „Ég fékk í gær lyf sem heitir Nivolumab og í dag fékk ég Ipilimumab og mun fá þessi lyf á þriggja vikna frest 3-4 sinnum í viðbót. Þá verða teknar myndir til að sjá hvort þau hafi áhrif. Samkvæmt fræðunum eru miðgilidsáhrif þessara lyfja saman þau að krabbameinið versnar ekki í 11,5 mánuði (helmingi fólks versnar fyrr og helmingi síðar)“ skrifar Sigurbjörn en bætir við að hann hafi aldrei verið neinn meðalmaður. Virki lyfin muni hann fá þau á tveggja til fjögurra vikna fresti. Hann kveðst ætla sér að sigrast á meininu, enda séu dæmi um að krabbameinið hverfi með þessari lyfjameðferð. Sjálfur hafi hann rætt við mann sem fékk sömu lyf við greiningu árið 2019 og krabbameinið sé gott sem horfið hjá honum. Hann stefni í sama hóp. Þrátt fyrir að veikindin séu alvarleg segist Sigurbjörn ekki upplifa sig mjög veikan. Hann finni ekki fyrir krabbameininu fyrir utan þrálátan magaverk frá áramótum. „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Hann segir algjöra óþarfi að fólk vorkenni sér, frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. „Að öðru leiti er ég bara góður og elska ykkur öll. Gleðilegan flöskudag.“
Frjálsar íþróttir Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels