„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 21:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku. Landspítalinn tjáir sig ekki um einstök mál en Hjalti segir að andlega veikum sjúklingum sé sinnt á sama hátt og þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Vísir/Egill Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira