Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 15:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. vísir/Vilhelm Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi. Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi.
Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira