Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 14:20 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) í Amsterdam, en Hafþór setti þessa mynd á samfélagsmiðilinn á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Með þeim á myndinni er Viktor Ingi Sigurðsson vinur þeirra sem tengist þó Bitcoin-málinu ekkert. Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming. Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Af þeim sjö sem ákærðir voru í málinu tilheyra fimm vinahóp sem þekkst hefur um langt skeið og samanstendur af þeim Sindra Þór, Hafþóri Loga Hlynssyni, bræðrunum Matthíasi Jóni og Pétri Stanislav Karlssonum og Viktori Inga Jónassyni. Voru þeir meðal annars í Facebook-hóp sem kenndur var við „föruneytið“. Hafþór Logi hlaut 20 mánaða dóm í héraði en átta mánaða dóm í Landsrétti. Ólíkt var farið í peningaþvættismáli hjá Hafþóri Loga á dögunum þegar Landsréttur þyngdi dóm yfir honum. Matthías Jón fékk 2,5 ára fangelsi í héraði en Landsréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Hann var á dögunum dæmdur í tæplega sex ára fangelsi fyrir aðild að fíkniefnamáli. Viktor Ingi var dæmdur í átta mánaða fangelsi en hafði fengið átján mánaða dóm í héraði. Þá var Pétur Stanislav dæmdur í fimm mánaða fangelsi en refsing hans í héraði var ákveðin átján mánaða fangelsi. Tveir til viðbótar hlutu vægari dóma í málinu í héraði og ákváðu að áfrýja ekki niðurstöðunni til Landsréttar. Þáttur og hlutverk sjömenninganna í innbrotunum voru misjöfn. Samkvæmt ákærunni var 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins var metið um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Péturs Stanislavs, segir um sigur að ræða frá niðurstöðunni sem var í héraðsdómi. „Fjallið hefur tekið joðsótt og fæðst lítil mús,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Vísar hann til þess að dómur Péturs var styttur verulega, eða úr átján mánuðum í fimm. Málið vakti heimsathygli og hefur verið fjallað um það í erlendum fjölmiðlum og tímaritum. Meðal annars vakti athygli þegar Sindri Þór flúði af fangelsinu Sogni og flaug til Svíþjóðar með flugvél Icelandair. Í ljós kom að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal farþega í vélinni sem erlendum fjölmiðlum þótti ótrúleg tilviljun.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Efnahagsbrot Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent