Allt undir í Derby della Madonnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2021 09:00 Listaverk af Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic fyrir utan San Siro í Mílanó. getty/Nicolò Campo Það er alltaf stór stund þegar Mílanó-liðin AC Milan og Inter eigast við í hinum svokallaða Derby della Madonnina. En leikurinn í dag hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir þau í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira