Einu sigrar Selfyssinga á Haukum í þrjú ár hafa verið í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfossliðið en Adam Haukur Baumruk er til varnar. Vísir/Vilhelm Haukarnir hafa getað treyst á það að fá tvö stig út úr leikjum sínum á móti Selfyssingum undanfarnar tvær leiktíðir í karlahandboltanum. Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira