Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 19:01 Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“ Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ísland var þar til í dag eitt örfárra Evrópuríkja sem átti etir að skila uppfærðum landsmarkmiðum í loftslagsmálum til Sameinuðu þjóðanna. Í dag birtist plaggið, sem stjórnvöld kynntu þó í desember, á vef loftslagssamningsins. Sama dag og sérstök umræða um málið fór fram á Alþingi, sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á. „Hefði ég vitað að það þyrfti bara sérstaka umræðu til að fá ríkisstjórnina til að taka við sér þá hefði ég bara verið löngu búinn að biðja um hana,“ sagði Andrés Ingi á Alþingi í dag. Í landsmarkmiðum er eldra markmið stjórnvalda um fjörtíu prósenta samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda fyrir árið 2030 hækkað í 55 prósent. Þetta er sameiginlegt markmið Evrópuríkja en í því fyrra var hlutur Íslands 29 prósent. Andrés Ingi spurði hvort stjórnvöld ætluðu að setja sér sjálfstætt markmið, líkt og Noregur. „Fjörutíu prósentin í síðasta landsmarkmiði voru prúttuð niður í 29 prósent gagnvart ESB,“ sagði Andrés. „Stendur til núna að semja Ísland niður frá þeim 55 prósentum sem Evrópusambandið er búið að einsetja sér að ná í samdrætti? Og höfum í huga að þau 55 prósent eru málamiðlun við mestu kolafíklanna í Evrópu.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, svaraði af hörku. „Skuldbindingar Íslands prúttaðar niður. Það heldur þessu engu fram nemar örfáir þingmenn í pólitískum tilgangi. Þetta er útreiknað sanngirnisviðmið þar sem eitt gengur yfir alla. Og við skulum hafa þær staðreyndir á hreinu, líka hér í þingsal Alþingis,“ sagði Guðmundur. Ríkisstjórnin hafi snúið við blaðinu hér á landi í loftslagsmálum. „Við höfum aukið fjármagn bara í umhverfisráðuneytinu um sjö hundruð prósent og það dreifist á fjölbreyttar aðgerðir,“ sagði Guðmundur. „Við erum ljósár frá kyrrstöðunni sem ríkti í loftslagsmálum í upphafi kjörtímabilsins.“
Alþingi Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira