Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Óttarr ræddi heillengi við Snæbjörn Ragnarsson Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“ Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira