Veituskurði og varnarkanti komið fyrir eftir samtal við íbúa Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 14:35 Mynd lögreglu sem tekin á Seyðisfirði í gær. Lögreglan Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem greint er frá stöðu mála varðandi hreinsunarstarf og vöktun á svæðinu þar sem aurskriður féllu í sunnanverðum firðinum í desember. Í undirbúningi er nú að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið. Þar sé hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Ekki þurfi að grípa til sambærilegra rýminga nema úrkoma sé meiri Einnig segir frá því að á Seyðisfirði hafi uppsöfnuð úrkoma verið rúmlega 100 millimetrar frá laugardegi og fram á miðvikudag sem sé sú mesta sem komið hafi frá skriðuhrinunni upp úr miðjum desember. Auk rigningar hafi einnig verið leysing. „Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag og varð vatnshæð svipuð og hún var í lok desember. Nú er vatnshæð farin að lækka aftur. Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS mælum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýminga á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð,“ segir í tilkynningunni, en rýma þurfti þrjú hús um helgina vegna úrhellisins. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37 Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu þar sem greint er frá stöðu mála varðandi hreinsunarstarf og vöktun á svæðinu þar sem aurskriður féllu í sunnanverðum firðinum í desember. Í undirbúningi er nú að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið. Þar sé hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Ekki þurfi að grípa til sambærilegra rýminga nema úrkoma sé meiri Einnig segir frá því að á Seyðisfirði hafi uppsöfnuð úrkoma verið rúmlega 100 millimetrar frá laugardegi og fram á miðvikudag sem sé sú mesta sem komið hafi frá skriðuhrinunni upp úr miðjum desember. Auk rigningar hafi einnig verið leysing. „Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag og varð vatnshæð svipuð og hún var í lok desember. Nú er vatnshæð farin að lækka aftur. Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS mælum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýminga á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð,“ segir í tilkynningunni, en rýma þurfti þrjú hús um helgina vegna úrhellisins.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37 Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. 17. febrúar 2021 14:37
Rýma þrjú hús vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að rýma skuli skilgreind svæði á Seyðsfirði vegna snjóflóðahættu. Rýming tekur gildi nú klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. 14. febrúar 2021 20:52