RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 10:14 Félag áhugafólks um spilafíkn berst fyrir því að spilakössum verði lokað. Vísir/Baldur Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. Einstaklingar sem glíma við spilavanda fögnuðu lokuninni og berjast Samtök áhugafólks um spilafíkn nú fyrir því að spilakössum verði lokað til frambúðar undir merkjum herferðarinnar lokum.is. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér í morgun óska samtökin eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir „til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta.“ Spilakort eru notuð á Norðurlöndunum en um er að ræða nokkurs aðgangskort sem eiga að hjálpa fólki í spilavanda að takmarka spilaútgjöld. Allir myndu þurfa að hafa slík spilakort til að geta tekið þátt í peningaspilum. „Það nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa mælt með upptöku á slíku spilakorti,“ segir á vef RKÍ um spilakort í umfjöllun sem birt var í fyrrasumar. Í yfirlýsingu Rauða krossins í morgun segir að viðræður hafi staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt. Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, talaði á sömu nótum í Reykjavík síðdegis í gær og bætti við að það hefði gengið illa að ná eyrum stjórnvalda í gegnum tíðina. Nú væri hins vegar ákveðin bjartsýni í gangi þar sem núverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði sýnt málinu mikinn skilning. Sagðist Þór telja að ráðherrann væri tilbúinn til að fara í ákveðnar aðgerðir til að koma böndum á þetta. Yfirlýsingu Rauða krossins á Íslandi vegna umræðu um spilakassa má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni af umfjöllun um spilakassa á Íslandi og þeirri umræðu sem uppi hefur verið um rekstur Íslandsspila, sem er í eigu Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, óskar Rauði krossinn á Íslandi eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta. Viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt, eins og formaður Landsbjargar sagði í viðtali við RÚV fyrr í vikunni. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa bent á að taka eigi upp aðgangs- eða spilakort og ræddi formaður samtakanna það í Kastljósviðtali fyrr í mánuðinum og tekur Rauði krossinn heilshugar undir þá nálgun. Árum saman hefur Rauði krossinn óskað eftir því að markviss skref verði tekin í aðstoð við hóp fólks í spilavanda með því að taka upp spilakort hér á landi að norrænni fyrirmynd. Hefur Rauði krossinn, ásamt öðrum eigendum Íslandsspila, átt fjölmarga fundi með stjórnvöldum til að ítreka þá ósk, síðast á árinu 2020. Rauði krossinn á Íslandi vill því beina þeim tilmælum til stjórnvalda að brugðist verði við ítrekaðri beiðni um að spilakort verði tekin upp hér á landi eins fljótt og auðið er. „Upphaf þessarar fjáröflunar var á áttunda áratug síðustu aldar með svokölluðum „tíkallaspilum“ sem á þeim tíma fjármögnuðu aðstoð við þá sem lentu í gosinu í Vestmannaeyjum. Ef verið væri að ráðast í fjáröflun í dag þá yrði önnur leið valin. Við þurfum hinsvegar samtal um hvernig hægt sé að fjármagna verkefnin okkar áfram. Við sinnum mikilvægum lífsbjargandi verkefnum hér á landi en rekstur okkar reiðir sig algjörlega á framlög fólks og fyrirtækja, auk samninga við stjórnvöld. Það hafa verið í gildi lög um söfnunarkassa síðan 1994, en nú er unnið að því að breyta lagalegum þáttum vegna brotthvarfs SÁÁ. Lagasetning er á hendi stjórnvalda og nú er mikilvægt að skoða lögin í heild sinni og innleiða spilakort eins og gert hefur verið í löndunum í kringum okkur“ segir Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Framlög frá Íslandsspilum hafa fjármagnað stóran hluta af því mikilvæga mannúðar- og neyðarstarfi sem Rauði krossinn sinnir. Framlögin hafa gert okkur kleift að bregðast við neyð vegna hamfara og áfalla á Íslandi, styðja við alþjóðlegt hjálparstarf og veita öflugan stuðning um land allt við fjölmarga hópa sem standa höllum fæti. Á árinu 2020 jókst verkefnastaða Rauða krossins til muna, með viðbrögðum við heimsfaraldrinum, uppsetningu farsóttarhúsa, auka þurfti til muna sjálfboðaliðun Hjálparsímans, sem og vegna snjóflóða, óveðurs og aurskriða t.d. á Seyðisfirði. „Rauði krossinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp nýja tekjustofna á síðustu árum. Það er markviss vinna í gangi við fjáröflun hjá félaginu en til að geta mætt og tekist á við tekjutap þá þarf félagið að endurskipuleggja alla starfsemi sína. Rauði krossinn er óhræddur við að takast á við slíkar breytingar en mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar taki þátt í því samtali sem slík breyting hefði í för með sér fyrir almenning sem stólar á verkefni okkar um allt land“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri. Félagsmál Fjárhættuspil Fíkn Félagasamtök Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Einstaklingar sem glíma við spilavanda fögnuðu lokuninni og berjast Samtök áhugafólks um spilafíkn nú fyrir því að spilakössum verði lokað til frambúðar undir merkjum herferðarinnar lokum.is. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn sendi frá sér í morgun óska samtökin eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir „til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta.“ Spilakort eru notuð á Norðurlöndunum en um er að ræða nokkurs aðgangskort sem eiga að hjálpa fólki í spilavanda að takmarka spilaútgjöld. Allir myndu þurfa að hafa slík spilakort til að geta tekið þátt í peningaspilum. „Það nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa mælt með upptöku á slíku spilakorti,“ segir á vef RKÍ um spilakort í umfjöllun sem birt var í fyrrasumar. Í yfirlýsingu Rauða krossins í morgun segir að viðræður hafi staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt. Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, talaði á sömu nótum í Reykjavík síðdegis í gær og bætti við að það hefði gengið illa að ná eyrum stjórnvalda í gegnum tíðina. Nú væri hins vegar ákveðin bjartsýni í gangi þar sem núverandi dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði sýnt málinu mikinn skilning. Sagðist Þór telja að ráðherrann væri tilbúinn til að fara í ákveðnar aðgerðir til að koma böndum á þetta. Yfirlýsingu Rauða krossins á Íslandi vegna umræðu um spilakassa má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Í tilefni af umfjöllun um spilakassa á Íslandi og þeirri umræðu sem uppi hefur verið um rekstur Íslandsspila, sem er í eigu Rauða krossins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, óskar Rauði krossinn á Íslandi eftir auknu samtali við stjórnvöld í von um að finna leiðir til að reka verkefni Rauða krossins á annan hátt og kallar eftir stefnu stjórnvalda um innleiðingu spilakorta. Viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld í um áratug að kerfinu í kringum spilakassa verði breytt, eins og formaður Landsbjargar sagði í viðtali við RÚV fyrr í vikunni. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa bent á að taka eigi upp aðgangs- eða spilakort og ræddi formaður samtakanna það í Kastljósviðtali fyrr í mánuðinum og tekur Rauði krossinn heilshugar undir þá nálgun. Árum saman hefur Rauði krossinn óskað eftir því að markviss skref verði tekin í aðstoð við hóp fólks í spilavanda með því að taka upp spilakort hér á landi að norrænni fyrirmynd. Hefur Rauði krossinn, ásamt öðrum eigendum Íslandsspila, átt fjölmarga fundi með stjórnvöldum til að ítreka þá ósk, síðast á árinu 2020. Rauði krossinn á Íslandi vill því beina þeim tilmælum til stjórnvalda að brugðist verði við ítrekaðri beiðni um að spilakort verði tekin upp hér á landi eins fljótt og auðið er. „Upphaf þessarar fjáröflunar var á áttunda áratug síðustu aldar með svokölluðum „tíkallaspilum“ sem á þeim tíma fjármögnuðu aðstoð við þá sem lentu í gosinu í Vestmannaeyjum. Ef verið væri að ráðast í fjáröflun í dag þá yrði önnur leið valin. Við þurfum hinsvegar samtal um hvernig hægt sé að fjármagna verkefnin okkar áfram. Við sinnum mikilvægum lífsbjargandi verkefnum hér á landi en rekstur okkar reiðir sig algjörlega á framlög fólks og fyrirtækja, auk samninga við stjórnvöld. Það hafa verið í gildi lög um söfnunarkassa síðan 1994, en nú er unnið að því að breyta lagalegum þáttum vegna brotthvarfs SÁÁ. Lagasetning er á hendi stjórnvalda og nú er mikilvægt að skoða lögin í heild sinni og innleiða spilakort eins og gert hefur verið í löndunum í kringum okkur“ segir Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Framlög frá Íslandsspilum hafa fjármagnað stóran hluta af því mikilvæga mannúðar- og neyðarstarfi sem Rauði krossinn sinnir. Framlögin hafa gert okkur kleift að bregðast við neyð vegna hamfara og áfalla á Íslandi, styðja við alþjóðlegt hjálparstarf og veita öflugan stuðning um land allt við fjölmarga hópa sem standa höllum fæti. Á árinu 2020 jókst verkefnastaða Rauða krossins til muna, með viðbrögðum við heimsfaraldrinum, uppsetningu farsóttarhúsa, auka þurfti til muna sjálfboðaliðun Hjálparsímans, sem og vegna snjóflóða, óveðurs og aurskriða t.d. á Seyðisfirði. „Rauði krossinn hefur markvisst unnið að því að byggja upp nýja tekjustofna á síðustu árum. Það er markviss vinna í gangi við fjáröflun hjá félaginu en til að geta mætt og tekist á við tekjutap þá þarf félagið að endurskipuleggja alla starfsemi sína. Rauði krossinn er óhræddur við að takast á við slíkar breytingar en mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar taki þátt í því samtali sem slík breyting hefði í för með sér fyrir almenning sem stólar á verkefni okkar um allt land“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri.
Félagsmál Fjárhættuspil Fíkn Félagasamtök Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira