Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 10:32 Tryggvi Snær Hlinason og félagar mæta Slóvakíu í Kósovó í dag. vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn.
Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira