Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis Elín Margrét Böðvarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 17. febrúar 2021 20:07 Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/samsett mynd Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra, um niðurstöður könnunar sem unnin var fyrir embættið, kemur fram að 0,9 prósent landsmanna hafi orðið fyrir því að deilt var af þeim kynferðislegu myndefni án þeirra leyfis og 3,2 prósent fengu hótun um slíkt. Í báðum tilfellum var um aukningu að ræða frá árinu áður. Í úrtakinu voru fjögur þúsund landsmenn og svarhluttfall var 57 prósent. „Það eru sem sagt fjögur prósent landsmanna, 18 ára og eldri, að verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun. Það er yngsti aldurshópurinn 18 til 25 ára sem er helst að verða fyrir þessu,“ segir Guðbjörg Bergsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Samkvæmt könnuninni voru hlutfallslega fleiri karlar sem voru fórnarlömb. Karlar frekar beittir fjárkúgun „Það er náttúrulega búin að vera hávær umræða um að þegar þetta beinist gegn konum er það maki eða fyrrum maki eða kærasti, en við teljum líklegt að hluti af körlunum séu frekar í tengslum við konur eingöngu á netinu og er svo hótað myndbirtingu nema það sé greidd ákveðin upphæð, hreinlega bara fjárkúgun,“ segir Guðbjörg. Meirihluti mat það svo myndbirtingin hafði mikil áhrif. „Yfir sextíu prósent telur það hafa frekar eða mikil áhrif á sig og um þriðjungur mjög mikil áhrif á sig. Í könnuninni var enginn þessara aðila að tilkynna til lögreglunnar.“ Dreifing mynda getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi Hún segir að mögulega hafi skömm þau áhrif að fólk tilkynni ekki um málin til lögreglu. Þá bindur Guðbjörg vonir við frumvarp sem kveður á um refsingu fyrir að dreifa kynferðislegu myndefni, en frumvarpið, sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi, var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Nú er það svo að dreifing á kynferðislegum myndum getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi og einnig getur það varðað fangelsi eða sektum að hóta slíkri birtingu. „Ég býst við að þetta hafi þau áhrif að þetta sé orðið skýrlega refsivert brot að dreifa nektarmyndum án samþykkis og að viðhorf um að slíkt sé í lagi sé út af borðinu. Og löggjöfin okkar verður auðvitað að endurspegla samfélagið sem við búum í og þetta er veruleiki margs fólks, sérstaklega ungs fólks í dag, sem er að lenda í því að þessu sé hótað eða að áframsending sé sjálfsögð á efni sem þau hafa sent,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún segir að mikil þörf hafi verið fyrir lagabreytinguna. „Þetta hefur verið til umræðu um lengri tíma. Útfærslan hefur kannski verið flókin, núna var sett af stað sérstök vinna í kringum þetta og þetta er útkoman. Þannig að brot á kynferðislegri friðhelgi einstaklings, hvort sem það er að hóta eða falsa slíkt, er orðið refsivert,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi Alþingi Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira