Magnaður Håland sá um Sevilla Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2021 21:54 Håland skoraði tvö af mörkum Dortmund í kvöld. Hann hefur farið á kostum í Meistaradeildinni. David S. Bustamante/Getty Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði tvö af mörkum Dortmund sem vann 3-2 sigur á Sevilla á útivelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og Suso kom þeim yfir á sjöundu mínútu. Eftir að hafa fíflað þá gulklæddu, fór skot hans af varnarmanni Dortmund og í netið. Mahmoud Dahoud jafnaði hins vegar metin tóllf mínútum síðar. Þá var röðin komin að Håland. Hann kom Dortmund yfir á 27. mínútu eftir gott samspil við Jadon Sancho og hann kom Dortmund í 3-1 tveimur mínútum fyrir hálfleik. Eftir skyndisókn kom Marco Reus boltanum á Norðmanninn sem skoraði. Erling Haaland has now been directly involved in 20 Champions League goals:✰ 13 games✰ 18 goals✰ 2 assistsAnd he's still got 45 minutes more tonight. #UCL pic.twitter.com/KfzOTLLl1G— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2021 Þannig stóðu leikar allt þangað til á 84. mínútu. Sevilla náði þó að minnka muninn í 3-2 en þar var fyrrum framherji Newcastle á ferðinni; Luuk de Jong. Fimm mörk í Andalúsíu í kvöld. Lokatölur 3-2 en liðin mætast á nýjan leik þann 9. mars. Meistaradeild Evrópu
Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeild Evrópu. Hann skoraði tvö af mörkum Dortmund sem vann 3-2 sigur á Sevilla á útivelli í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og Suso kom þeim yfir á sjöundu mínútu. Eftir að hafa fíflað þá gulklæddu, fór skot hans af varnarmanni Dortmund og í netið. Mahmoud Dahoud jafnaði hins vegar metin tóllf mínútum síðar. Þá var röðin komin að Håland. Hann kom Dortmund yfir á 27. mínútu eftir gott samspil við Jadon Sancho og hann kom Dortmund í 3-1 tveimur mínútum fyrir hálfleik. Eftir skyndisókn kom Marco Reus boltanum á Norðmanninn sem skoraði. Erling Haaland has now been directly involved in 20 Champions League goals:✰ 13 games✰ 18 goals✰ 2 assistsAnd he's still got 45 minutes more tonight. #UCL pic.twitter.com/KfzOTLLl1G— Squawka Football (@Squawka) February 17, 2021 Þannig stóðu leikar allt þangað til á 84. mínútu. Sevilla náði þó að minnka muninn í 3-2 en þar var fyrrum framherji Newcastle á ferðinni; Luuk de Jong. Fimm mörk í Andalúsíu í kvöld. Lokatölur 3-2 en liðin mætast á nýjan leik þann 9. mars.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti