Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 13:37 Afgreiðslutími veitingastaða er samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra til 22 á kvöldin. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“ Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu í dag. Tilefnið er frétt Morgunblaðsins og mbl.is í dag, þar sem rætt er við Erlend Þór Gunnarsson, lögmann fjölda rekstraraðila í miðborginni. Erlendur segir í samtali við blaðið að lögregla beiti óbeinum hótunum í samskiptum við rekstraraðila þegar líða tekur að lokun, sem er klukkan 22 á kvöldin samkvæmt sóttvarnareglum. „Svo virðist sem skilningur rekstraraðila og lögreglu á afgreiðslutíma veitingahúsa sé ekki sá sami. Þannig hefur í nokkur skipti komið til snarpra orðaskipta milli eigenda og lögregluþjóna, sem hafa hótað að beita sektum verði stöðunum ekki lokað og allir gestir farnir þaðan klukkan 22. Allt virðist þetta þó byggt á mismunandi túlkun á þeim reglum sem nú eru í gildi,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Samskiptin verið með ágætum Lögregla segir í yfirlýsingu að lögregla vinni samkvæmt túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerð um samkomutakmarkanir. „[…] og þar, sem annars staðar, hefur lögreglan beitt meðalhófi,“ segir í yfirlýsingunni. „Lögreglumenn hafa einnig lagt sig fram um að leiðbeina veitingamönnum um það sem betur má fara, séu ástæður til þess. Ábendingunum hefur verið vel tekið og samskiptin verið með ágætum.“ Þá er áréttað í tilkynningu að opnunartími veitingastaða sé samkvæmt reglugerð til klukkan 22 á kvöldin. Þá eigi staðirnir að vera tómir, „enda sé þessum stöðum ekki heimilt að hleypa inn nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21.“
Reykjavík Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Lögreglan Tengdar fréttir Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23