Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:11 Ragnar Þór Ingólfsson krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni vegna fréttaflutnings af meintum þætti hans í ólöglegri netalagningu. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Fram kom í frétt Fréttablaðsins í morgun að veiðiþjófnaður á landi Seðlabanka Íslands á Suðurlandi hefði verið kærður til lögreglu fyrr í vetur. Blaðið hafði eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þriggja manna sem staðinn hefði verið að ólögregri netalögn. Ragnar Þór neitaði þó allri aðkomu að málinu í samtali við blaðið. Lögregla á Suðurlandi staðfesti við Fréttablaðið að kæra hefði borist vegna ólöglegrar netalagnar í Holtsá, sem fellur í Skaftá. Ragnar Þór hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í tengslum við málið, að því er fram kemur í svari R. Brynju Sverrisdóttur, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurlandi, við fyrirspurn Ragnars Þórs sjálfs í morgun. Daniel Isebarn Ágústsson lögmaður Ragnars sendi fjölmiðlum afrit af svari Brynju, sem sjá má í heild hér fyrir neðan. Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál. Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni Í öðru bréfi sem Daníel sendi Torgi og öðrum fjölmiðlum fullyrðir hann að þessar upplýsingar frá lögreglu hafilegið fyrir þegar Fréttablaðsins var unnin. Ragnar Þór sé ranglega bendlaður við málið. Daníel telur að með fréttaflutningi sínum hafi Fréttablaðið brotið gegn siðareglum blaðamanna og ákvæði fjölmiðlalaga. Þess sé því krafist að allir miðlar Torgs fjarlægi umfjallanir sínar um að Ragnar Þór hafi staðið að ólöglegu netalögninni, leiðrétti og dragi þær til baka. Þá sé krafist að Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á umfjölluninni. „Verði ekki orðið við framangreindum kröfum mun Ragnar Þór neyðast til þess að láta reyna á framangreind ákvæði um skyldur blaðamanna og fjölmiðla.“
Vegna fyrirspurnar þinnar get ég svarað því til, að samkvæmt gögnum málsins er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál.
Fjölmiðlar Lögreglumál Skaftárhreppur Formannskjör í VR Tengdar fréttir Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent