Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eiður Þór Árnason skrifar 15. febrúar 2021 23:27 Börum og skemmtistöðum var gert að loka í fjóra mánuði í vetur og tvo mánuði síðasta vor. Vísir/Kolbeinn Tumi Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en mikil óánægja hefur verið meðal kráareiganda með fyrirkomulag sóttvarnatakmarkana. Barir og skemmtistaðir fengu að opna síðasta mánudag eftir að hafa verið lokaðir í fjóra mánuði en vínveitingastaðir sem einnig hafa leyfi til að selja mat hafa lengi fengið að bjóða gesti velkomna með takmörkunum. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður eiganda The English Pub, segir að stjórnvöld hafi hvorki gætt meðalhófs né virt jafnræðisreglu stjórnarskrár og stjórnsýslulaga. Þá segir hún í samtali við RÚV að hvergi sé minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða láta loka einkareknum fyrirtækjum í þágildandi sóttvarnalögum en ný og endurskoðuð sóttvarnalög voru samþykkt á Alþingi fyrir sléttri viku. Fleiri skoðað réttarstöðu sína Skömmu áður en stjórnvöld tilkynntu afléttingarnar greindu kráareigendur frá því að þeir væru að kanna með lögfræðingum hvort fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða hafi falið í sér brot á jafnræðisreglu. Vonast rekstraraðilar að dómur í máli eiganda English Pub verði fordæmisgefandi. „Ég veit það að það eru margir að skoða þetta með sínum lögræðingum því þessi jafnræðisregla sem ein af grunnstoðum lýðræðis er svo fótum troðin að það hálfa er nóg. Ég er eiginlega hissa á stjórnvöldum að hafa ekki skoðað það mál með sínum lögfræðingum,“ sagði Kormákur Geirharðsson, annar eigandi Ölstofu Kormáks og Skjaldar, í samtali við fréttastofu í byrjun febrúar. Þá sagðist Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Kaldabars, einnig vera að skoða réttarstöðu sína. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00 Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Prestar og kráareigendur taka gleði sína á ný Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnareglum í gær en meðal stærstu breytinga sem taka gildi á mánudag er að krám og skemmtistöðum verður aftur leyft að opna til klukkan 22 á kvöldin. Þar að auki verður 150 fullorðnum einstaklingum leyft að vera viðstaddir athafnir í kirkjum og hjá öðrum trúfélögum. 6. febrúar 2021 08:00
Vísa óánægðum kráareigendum á heilbrigðisráðuneytið Sóttvarnarlæknir segir í höndum heilbrigðisráðuneytisins að setja sóttvarnartillögur sínar í regluform. Ef ef kráraeigendur telji jafnræðisreglu brotna á sér vísi hann þangað. Hann bendir á að þriðja bylga faraldursins hafi byrjað á krám og börum. 2. febrúar 2021 14:00