„Þetta er bara svo gaman“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 20:00 Bakarar höfðu í nægu að snúast í dag sem fyrr á bolludegi og seldu tugþúsundir rjómabolla. Hin klassíska vatnsdeigsbolla með súkkulaði er áfram langvinsælust á meðal landsmanna og nýjungar í mataræði höfðu lítil áhrif á söluna. Viðskiptavinir streymdu inn í bakarí landsins strax við opnun snemma í morgun og straumurinn var stöðugur í allan dag. „Við hættum um klukkan þrjú í gær, svo var bara farið heim og sofið í nokkra klukkutíma og þá er byrjað aftur,“ segir Þorleifur Karl Reynisson, bakari hjá Reyni bakara. „Mér líður bara ágætlega. Maður nær ekkert að verða þreyttur. Þetta er bara svo gaman,“ bætir hann við. Hin klassíska rjómabolla með súkkulaði er alltaf langvinsælust en færri sækja í gerbollurnar. Nýjungar í mataræði og lífsstíl fólks virðast hafa haft lítil áhrif. Bardagakapparnir Sunna Rannveig og Hrólfur Ólafsson héldu daginn hátíðlegan. Þau deildu tveimur bollum sín á milli en unnu fyrir þeim með stífum æfingum, að eigin sögn.Vísir/Sigurjón „Ég myndi segja að hún sé að verða vinsælli og það er meira að gera. Kannski af því að það er meira af fólki á landinu og í bænum en hún hefur ekki misst neinar vinsældir þrátt fyrir allt vegan og ketó,“ segir Þorleifur en ríflega tuttugu þúsund bollur seldust í bakaríinu í dag. Fréttastofa leit við í bakaríinu í dag eins og sjá má á innslaginu hér að ofan. Bolludagur Bakarí Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Viðskiptavinir streymdu inn í bakarí landsins strax við opnun snemma í morgun og straumurinn var stöðugur í allan dag. „Við hættum um klukkan þrjú í gær, svo var bara farið heim og sofið í nokkra klukkutíma og þá er byrjað aftur,“ segir Þorleifur Karl Reynisson, bakari hjá Reyni bakara. „Mér líður bara ágætlega. Maður nær ekkert að verða þreyttur. Þetta er bara svo gaman,“ bætir hann við. Hin klassíska rjómabolla með súkkulaði er alltaf langvinsælust en færri sækja í gerbollurnar. Nýjungar í mataræði og lífsstíl fólks virðast hafa haft lítil áhrif. Bardagakapparnir Sunna Rannveig og Hrólfur Ólafsson héldu daginn hátíðlegan. Þau deildu tveimur bollum sín á milli en unnu fyrir þeim með stífum æfingum, að eigin sögn.Vísir/Sigurjón „Ég myndi segja að hún sé að verða vinsælli og það er meira að gera. Kannski af því að það er meira af fólki á landinu og í bænum en hún hefur ekki misst neinar vinsældir þrátt fyrir allt vegan og ketó,“ segir Þorleifur en ríflega tuttugu þúsund bollur seldust í bakaríinu í dag. Fréttastofa leit við í bakaríinu í dag eins og sjá má á innslaginu hér að ofan.
Bolludagur Bakarí Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira