Íslendings leitað í tengslum við manndrápið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 18:52 Íslensks karlmanns er leitað í tengslum við rannsókn á manndrápi í Reykjavík í fyrrinótt. Talið er að málið tengist uppgjöri í undirheimunum en karlmaður frá Litháen hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist skynja aukna hörku í undirheimunum og segir mikilvægt að bregðast við. Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“ Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Rauðagerði í fyrrinótt var frá Albaníu en bjó hér á landi með íslenskri eiginkonu sinni og ungu barni en þau eiga von á öðru barni. Fljótlega eftir árásina var tæplega fertugur karlmaður frá Litháen handtekinn í Garðabæ og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þá herma heimildir fréttastofu að lögregla leiti annars manns í tengslum við málið, en sá er íslenskur og búsettur hér á landi. Lögregla hefur varist allra fregna í dag en aðspurður sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn að lögregluyfirvöld væru í samskiptum við Europol, sem séu eðlilegir verkferlar í máli af þessum toga. Rannsókn málsins er umfangsmikil.Vísir/Vésteinn Talið að um hafi verið að ræða skammbyssu Rannsókn málsins beinist meðal annars aðþví hvort árásin tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi verið skotinn oft, meðal annars í höfuðið, og er talið að vopnið sé skammbyssa en hún er enn ófundin. Málið litið alvarlegum augum og í algjörum forgangi hjá lögreglu. Áslaug Arna segir að bregðast þurfi við auknum tilkynningum um vopnaburð einstaklinga.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þetta er verulegt áhyggjuefni og okkur sýnist svo vera að það er aukning í tilkynningum vegna vopnaðra einstaklinga og við því þarf auðvitað að bregðast,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. „Fyrir nokkrum mánuðum setti ég sérstaklega á fót vinnu við aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi til að undirbúa lögregluna betur í sérhæfingu og getu til að takast á við þetta. Bæði með samhæfingu og verklagsvinnu en einnig með búnaði og öðru slíku.“ Aðspurð segir hún vopnaburð lögreglu ekki vera í farvatninu. „Það hefur verið eitt aðalsmerki íslensku lögreglunnar að við almenn löggæslustörf sé hún ekki búin vopnum en aftur á móti er mjög mikilvægt að hafa hér hóp sem er okkar sérsveit til að takast á við þessi atvik þar sem eru vopnaðir einstaklinga.“ Eruð þið að sjá aukna hörku í undirheimunum? „Já, það virðist vera að eðli brotanna sé aðeins að breytast sem og auðvitað fjöldinn. Og það er verið að liggja yfir þessu og greiningar ríkislögreglustjóra sýna að það þarf að bregðast við.“ Rannsóknin miðar meðal annars að því hvort málið tengist uppgjöri í undirheimunum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi. Ef það er raunverulega staðan – hvaða þýðingu hefur það? „Það hefur auðvitað bara þá þýðingu að það þarf að setja enn meiri kraft í þá vinnu sem nú þegar er farin af stað. Við höfum sett aukna fjármuni í þennan málaflokk, við höfum verið að setja þessa vinnu af stað sem miðar mjög vel og hefur verið að gagnast núna undanfarið og gerir vonandi í þessu máli líka.“ Þá segist hún vissulega hafa skynjað áhyggjur meðal fólks í kjölfar frétta af skotvopnum á almannafæri, fyrst í tengslum við skotárás á skrifstofur stjórnmálaflokka og bíl borgarstjóra, og nú manndráp í miðju íbúðahverfi.„Já ég tel það eðlilegt. Það auðvitað skapar ótta og það þarf að bregðast við þeim ótta enda þurfa lögreglumennirnir okkar að vera til þess búnir og færir til að geta brugðist við og tryggt öryggi almennings.“
Reykjavík Lögreglumál Morð í Rauðagerði Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira