Enski boltinn

Sprettur Neto tryggði Úlfunum sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neto fagnar á meðan Alex McCarthy fórnar höndum.
Neto fagnar á meðan Alex McCarthy fórnar höndum. Sam Bagnall/Getty

Wolves vann 2-1 sigur á Southampton er liðin mættust öðru sinni á fjórum dögum. Í dag mættust liðin í ensku úrvalsdeildinni á St. Mary’s leikvanginum en fyrr í vikunni spiluðu liðin í enska bikarnum.

Southampton vann 2-0 sigur er liðin mættust fyrr í vikunni og Danny Ings kom þeim yfir á 25. mínútu með frábæru skoti eftir fyrirgjöf frá Stuart Armstrong.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Southampton en eftir átta mínútur í síðari hálfleik jöfnuðu Úlfarnir metin úr vítaspyrnu. Boltinn fór í hönd Ryan Bertrand og úr vítaspyrnunni skoraði Ruben Neves.

Sigurmarkið kom svo á 66. mínútu. Pedro Neto fór illa með Jannik Vestergaard og kom boltanum framhjá Alex McCarthy í markinu. Það reyndist sigurmarkið og öflugur sigur Úlfanna.

Liðin höfðu þar af leiðandi sæta skipti. Wolves er í tólfta sætinu með þrjátíu stig en Southampton er sæti neðar með stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×