Sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 19:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Eltihrellar mega búast við allt að fjögurra ára fangelsisvist eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna urðu fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir þetta ofbeldisglæp og eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er allt auðvitað gert til að tryggja vernd fólks til a ð ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja og höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar af brotum á þeim aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. „Oft og tíðum sér fólk sér leik á borði og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir heimildir í lögum nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem fólk er að skilja eftir einhverjar vísbendingar, sitja um manneskju, án þess að það sé beinlínis hótun eð ofbeldi en getur valdið manmeskju hræðslu eða kvíða eða skert lífsgæði hennar,“ segir Áslaug. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,“ segir Áslaug. Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Dómaframkvæmdin ekki eins og þingmenn hafi viljað að nálgunarbannið virkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir breytingum á Lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili á Alþingi í dag. 6. nóvember 2018 23:21 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er allt auðvitað gert til að tryggja vernd fólks til a ð ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja og höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar af brotum á þeim aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. „Oft og tíðum sér fólk sér leik á borði og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,“ segir Áslaug. Dómsmálaráðherra segir heimildir í lögum nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem fólk er að skilja eftir einhverjar vísbendingar, sitja um manneskju, án þess að það sé beinlínis hótun eð ofbeldi en getur valdið manmeskju hræðslu eða kvíða eða skert lífsgæði hennar,“ segir Áslaug. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,“ segir Áslaug.
Alþingi Lögreglumál Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Dómaframkvæmdin ekki eins og þingmenn hafi viljað að nálgunarbannið virkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir breytingum á Lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili á Alþingi í dag. 6. nóvember 2018 23:21 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31
Dómaframkvæmdin ekki eins og þingmenn hafi viljað að nálgunarbannið virkaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir breytingum á Lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili á Alþingi í dag. 6. nóvember 2018 23:21