Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2021 11:30 Britney Cots er á sínu þriðja tímabili með FH. fh Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk. Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Í viðtali við mbl.is fer Britney yfir atvikið. Hún ætlaði að biðja Hörpu Valeyju Gylfadóttur, leikmann ÍBV, afsökunar eftir að hafa lent í samstuði við hana. Sigurður, sem hlúði að Hörpu, stjakaði þá við Britney sem brá mjög. „Ég ætlaði að biðja hana afsökunar, en þjálfarinn brást svona við. Ég var í sjokki eftir þetta atvik því þetta á ekki að gerast. Hann ýtti mér harkalega í burtu og vildi ekki sjá mig. Ég var í áfalli en mér fannst réttast að halda áfram að spila því þetta var hörkuleikur. Þess vegna brást ég ekki verr við þessu. Mér sýndist líka dómararnir sjá atvikið, en þeir gerðu ekkert í því,“ sagði Britney. Atvikið má sjá á 1:03:30 í myndbandinu hér fyrir neðan. Britney segir að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef það hefði komið upp í karlaleik. „Þegar ég kom heim eftir leikinn horfði ég aftur á atvikið og ég hugsaði mikið um það sem hafði gerst. Fyrir mér er völlurinn staður sem þér á að líða vel á, en þarna leið mér ekki vel og mér fannst ég óörugg. Eina sem ég bið um er virðing frá öllum svo við getum spilað eins vel og mögulega hægt er. Það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði gerst í karlaleik. Ég hefði getað brugðist allt öðruvísi við þessu en ég vildi halda áfram að spila og hjálpa liðinu. Ég vil tala um þetta því enginn leikmaður á að lenda í þessu, sérstaklega ekki ungar stelpur,“ sagði Britney. Senegalska landsliðkonan telur sig fá ósanngjarna meðferð frá dómurum í Olís-deildinni, sérstaklega eftir atvik þar sem Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, meiddist þegar Britney varð fyrir því óláni að fara með höndina í auga hennar. Steinunn missti sjónina tímabundið en er komin aftur á ferðina. „Já, mér finnst það. Í einu atviki var ég tekin úr umferð og svo var brotið augljóslega á mér og ekkert var dæmt, svo strax í kjölfarið í hraðaupphlaupi fékk ég dæmdar tvær mínútur á mig þegar ég var ekki nálægt neinum. Dómarinn ætlaði að gefa liðsfélaga mínum tvær, en hætti við og gaf mér tvær. Mér fannst það mjög skrítið, dónalegt og ósanngjarnt. Það var líka mjög skrítið að sjá dómarana ekki taka á því þegar þjálfarinn ýtti mér,“ sagði Britney sem veltir því fyrir sér hvort þjóðerni hennar hafi áhrif á það hvernig dómarar dæma hjá henni. „Það er erfitt að segja. Það á ekki að skipta máli hver á í hlut, en auðvitað var fólk í áfalli að sjá Steinunni svona slasaða, hún er risastórt nafn í íslenskum handbolta. Kannski hefur það eitthvað með það að gera að ég sé útlendingur og hún svona stórt nafn, ég veit það ekki.“ Í viðtalinu hrósar Britney Steinunni fyrir viðbrögð hennar eftir atvikið í leik Fram og FH í janúar og segir að þær hafi ræðst oft við síðan þá. „Hún hefur verið virkilega góð og almennileg. Við höfum talað reglulega saman eftir þetta og hún tók þessu rosalega vel.“ Britney er á sínu þriðja tímabili hjá FH. Hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 39 mörk.
Olís-deild kvenna FH ÍBV Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira