Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að spila vel með Everton undanfarin mánuði. AP/Martin Rickett Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár. Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er einn af þeim sem hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir frammistöðu sína með Everton liðinu að undanförnu. Gylfi hefur verið að skora reglulega að undanförnu og kom með beinum hætti að fjórum af fimm mörkum Everton í 5-4 bikarsigri á Tottenham. Leon Osman makes Everton fan admission over Gylfi Sigurdsson - https://t.co/NOK0xkF0gk #EvertonFC #EFC pic.twitter.com/AOg29aTMRG— Toffee News (@TOFnews) February 11, 2021 Gylfi náði þar stoðsendingaþrennu og allar sendingarnar komu í opnum leik en Gylfi hefur meira verið að gefa stoðsendingar sínar úr hornum eða aukaspyrnum. Gylfi varð þarna fyrsti leikmaður Everton til að gefa stoðsendingaþrennu í leik síðan að Steven Pienaar náði því í apríl 2012. Gylfi Sigurdsson provided 3 assists against Tottenham - the first #EFC player to provide a hat-trick of assists in a game since Steven Pienaar against Fulham in April 2012.— EFC Statto (@EFC_Statto) February 11, 2021 „Hann gaf þrjár stoðsendingar, skoraði mark og átti þátt í öðru góðu sem gerðist og mér fannst hann vera frábær,“ sagði Leon Osman í bikarþætti breska ríkisútvarpsins. Osmon þekkir vel til hjá Everton enda lék hann með félaginu í sextán ár. „Hann hefur verið að vinna sig upp til meiri áhrifa innan Everton liðsins. Þetta byrjaði ekki vel hjá honum í leiknum því hann var átti að vera að gæta Davinson Sanchez í fyrsta marki Tottenham í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi var fljótur að bæta fyrir þau mistök með laglegri stoðsendingu á Dominic Calvert-Lewin og var síðan búinn að skora sjálfur fyrir hálfleik. „Frá þeirri stundu tók hann hins vegar þátt í öllu því jákvæða sem gerðist hjá Everton í leiknum,“ sagði Osman. Gylfi Sigurdsson scored 1 goal and assisted 3 yesterday in #EVETOT. He only had 4 goals and 4 assists all season before the match. Armband. pic.twitter.com/BjevKOOIh0— (@thehomeofstats) February 11, 2021 Gylfi byrjaði tímabilið rólega en hefur nú komið að átta mörkum í síðustu fjórtán leikjum í öllum keppnum. Hann kom að fjórum mörkum í fyrstu þrettán leikjunum þar af tveimur í sigri á D-deildarliði Salford. „Hann er fullur sjálfstrausts. Það voru svolitlir galdrar í gangi hjá honum í sigurmarkinu. Þetta er það sem stuðningsmenn Everton voru að vonast eftir frá Gylfa í hverri viku þegar hann kom til félagsins,“ sagði Leon Osman á BBC
Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira