Segir af sér sem forseti eftir að hafa sagt að konur tali of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 07:30 Yoshiro Mori hefur unnið í mörg ár að undirbúningi Ólympíuleikanna í Tókýó en stígur nú til hliðar nokkrum mánuðum fyrir leikanna. AP/Kim Kyung-hoon Yoshiro Mori, forseti undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur ákveðið að segja af sér aðeins nokkum mánuðum fyrir leikana. Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó áttu að fara fram í fyrra en var frestað til næsta sumars vegna kórónuveirufaraldursins. Það eru ummæli Yoshiro Mori um konur sem hafa vakið upp það sterk viðbrögð og mikla óánægju að hann er nauðbeygður til að segja af sér. Tokyo 2020 president Mori resigns after sexist remarks https://t.co/vxOCV6jrYm pic.twitter.com/HOZocdpHJ5— Reuters (@Reuters) February 12, 2021 Hann er 83 ára gamall og hefur verið þekktur fyrir misgáfuleg ummæli í gegnum tíðina. Yoshiro Mori lét þau orð falla í viðtali við japanskan fjölmiðil að að ef fjölga ætti konum í undirbúningsnefnd Ólympíuleikanna þá þyrfti að takmarka tímann sem þær fá að tala því þær töluðu of mikið á fundum. Ummælin hafa skiljanlega vakið upp mikla reiði og mótmæli í Japan. Nú er orðið ljóst að eina leiðin fyrir Yoshiro Mori var að segja þetta gott. Tokyo Games head Mori offers resignation https://t.co/4mMvuzLF6h— NHK WORLD News (@NHKWORLD_News) February 12, 2021 Alþjóðaólympíunefndin hefur fordæmt ummæli Mori og þá hafa yfir fjögur hundruð sjálfboðaliðar hætt við að bjóða fram aðstoð sýna á Ólympíuleikunum vegna ummælanna. Pressan var líka orðin mikil frá styrktaraðilum leikanna eins og dæmi japanska bílaframleiðandann Toyota sem er einn stærsti bakjarl Ólympíuleikanna. Mori var búinn að biðjast afsökunar á ummælum sínum en ætlaði þá ekki að segja af sér. Það dugði ekki til að lægja öldurnar og nú hefur hann látið undir pressunni og sagt af sér. Mori hafði sagt frá því í viðtali að kona sín hefði tekið hann í gegnum vegna ummælanna og að bæði dóttir sín og dótturdóttir hefði líka látið hann heyra það.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira